Forsala hefst
6. júní!

Framtíðin er þín.
Við erum spennt fyrir því sem koma skal. Hvers vegna? Því við erum einu skrefi nær þeim áfanga að skapa betri framtíð. En hvað brúar bilið milli dagsins í dag og morgundagsins? Hvað ber morgundagurinn í skauti sér? Og hvernig tengjumst við þeim spennandi tímum sem eru fram undan?
Framtíðin er það sem skiptir máli núna, framtíð með aðeins öðru sniði. Við erum með þér í þeirri vegferð að skapa bjartari framtíð. Með nýjum rafknúnum smart #1 bjóðum við þér að taka þátt. Við hvetjum þig til að vera með okkur í því að verða hluti af betri framtíð. Að taka því fagnandi að framtíðin tilheyrir þér.


Tengdu þig við rafmagnaða framtíð
Nýr rafknúinn smart #1 er kjörinn borgarbíll sem tengir fólk og staði. Við brúum bilið yfir í framtíðina með líflegum, skynrænum og framþróuðum smájepplingi sem endurspeglar allt það sem skiptir þig máli. Það er engin leið færari til þess að tengjast framtíðinni með öllum sínum nýjungum og tækni en i gegnum Pro+ og Premium útfærslurnar.
Áhyggjulaus og frjáls lífstíll
Framtíðin er hér. Við getum öll tekið henni opnum örmum hér og nú. En það þarf vilja til að móta hana. Með því að tileinka sér rafknúinn lífstíl getum við sveigt hana í átt að hlutum sem skipta okkur máli. Skemmtilegri sviðum og fjölhæfari lífstíl. Þægilegri og tengdari lífstíl. Hversu eftirsóknarvert er það?
