Beint í efni

Forsala hefst
6. júní!

Skrá mig á póstlista

Viltu komast framar í röðina? Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar.

Afturljós a smart
Fólk í kringum rafknúinn smart
Ekki efast um framtíðina, taktu þátt í henni!

Framtíðin er þín.

Við erum spennt fyrir því sem koma skal. Hvers vegna? Því við erum einu skrefi nær þeim áfanga að skapa betri framtíð. En hvað brúar bilið milli dagsins í dag og morgundagsins? Hvað ber morgundagurinn í skauti sér? Og hvernig tengjumst við þeim spennandi tímum sem eru fram undan?

Framtíðin er það sem skiptir máli núna, framtíð með aðeins öðru sniði. Við erum með þér í þeirri vegferð að skapa bjartari framtíð. Með nýjum rafknúnum smart #1 bjóðum við þér að taka þátt. Við hvetjum þig til að vera með okkur í því að verða hluti af betri framtíð. Að taka því fagnandi að framtíðin tilheyrir þér.

Framtíðin er fögur

Í gegnum framsækna hönnun tengist þú framtíð sem einkennist af þínu formi af sköpun.

Horft í gegnum hágæða innanrými smart

Framtíðin er frelsi

Hágæða innanrými og mikið pláss sem tengir við þá sérstöku tilfinningu að tilheyra framtíðinni

Meiri gleði og snurðulausar samgöngur

Framtíðin er rafmögnuð

Fljótlegt og einfalt að hlaða heima eða á áfangastað sem er ávísun á meiri fjölbreytni til framtíðar, meiri gleði og snurðulausar samgöngur.

Öryggisstaðall og skynræn akstursstoðkerfi

Framtíðin er snjöll

Fimm stjörnu öryggisstaðall og skynræn akstursstoðkerfi smart #1 er ávísun á yfirburða öryggi til framtíðar.

Framtíðin er tengd

Hugbúnaður bílsins gerir öll samskipti þægileg og persónuleg. Hann vekur upplifun fyrir sameiginlegri reynslu.

Tengdu þig við rafmagnaða framtíð

Nýr rafknúinn smart #1 er kjörinn borgarbíll sem tengir fólk og staði. Við brúum bilið yfir í framtíðina með líflegum, skynrænum og framþróuðum smájepplingi sem endurspeglar allt það sem skiptir þig máli. Það er engin leið færari til þess að tengjast framtíðinni með öllum sínum nýjungum og tækni en i gegnum Pro+ og Premium útfærslurnar.

Skrá mig á póstlista

Viltu komast framar í röðina? Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar.

Áhyggjulaus og frjáls lífstíll

Framtíðin er hér. Við getum öll tekið henni opnum örmum hér og nú. En það þarf vilja til að móta hana. Með því að tileinka sér rafknúinn lífstíl getum við sveigt hana í átt að hlutum sem skipta okkur máli. Skemmtilegri sviðum og fjölhæfari lífstíl. Þægilegri og tengdari lífstíl. Hversu eftirsóknarvert er það?

Fangaðu strauminn

Við höfum val um að gera morgundaginn betri. Orkuna fyrir rafmagnaðan lífstíl færðu heima, á áfangastað eða á ferð milli staða.

Enginn útblástur

Rafmagnaður lífstíll snýst um sjálfbærni. Við fögnum hreinni framtíð þar sem borgir framtíðarinnar reiða sig á rafknúnar samgöngur.

Fögnum sýn framtíðarinnar á borgarlífið

Við ætlum að móta framtíðina saman, skapa heim þar sem borgarlífið er fagurt eins og náttúran.

Langar þig að taka þátt í þessari mögnuðu vegferð?

Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar. Sjáðu hvað við erum að gera og hvert við stefnum. Vertu tengdur við framtíðina meðan við mótum hana saman.