Vantar þig smart #1 fyrir þitt fyrirtæki?
Klæðskerasniðinn að þínum þörfum: smart #1
Búðu þig undir rafmögnuð þægindi. Það er auðvelt að sérsníða smart #1.
Fyrir rekstraraðila býður ný kynslóð smart upp á enn fleiri kosti en nokkru sinni fyrr. Rúmgott innanrými smart #1, framúrskarandi tengimöguleikar, líftímakostnaður og rafknúin nálgun gera hann að einstaklega góðum kosti sem fyrirtækisbíll.
Afhverju er smart #1 tilvalinn fyrir þitt fyrirtæki?
Taka þarf margar breytur og valkosti með í reikninginn þegar velja á rétta bílinn fyrir reksturinn þinn. Markmið okkar er að auðvelda valið eins og hægt er. Skýrar línur smart #1 auðvelda valið og 150 kW hleðsluaflið (jafnstraumur) fyrir hverja línu tryggir að viðskiptaferðir ganga hratt fyrir sig.
Kostirnir við rafbíl fyrir fyrirtækið
Með smart #1 geturðu minnkað losun koltvísýrings hjá fyrirtækinu. Þú getur fengið viðbótarstyrki og skattaívilnanir fyrir rafbíla í eigu fyrirtækisins, allt eftir gildandi reglugerðum á hverjum stað. Góður staðalbúnaður gerir smart #1 vissulega að réttum valkosti fyrir fyrirtækið.
Þitt er valið
Það ætti að vera auðvelt að taka mikilvægar ákvarðanir. Uppgötvaðu kosti allra smart #1-línanna og ákvarðaðu hvaða bíll hentar þér og fyrirtækinu þínu best.
smart #1 Pro+
Ertu tilbúin(n) í einstök þægindi? Nýttu þér snurðulausa tengimöguleika í bílnum og áreiðanlegan pakka með aðstoð fyrir ökumann, að ógleymdu óviðjafnanlegu innanrými og ytra byrði. Þú getur alltaf reitt þig á smart #1 Pro+, allt frá 360° myndavélinni yfir í sjálfvirka hraðastillinn, auk þess sem hann er afar stílhreinn og þægilegur.
smart #1 BRABUS
Sportlegur, kraftmikill og með framúrskarandi rafaksturseiginleika. Í smart #1 BRABUS færðu sérstakt og endurhannað ytra byrði og akstursupplifun sem passar við kraftmikið útlitið á öllum sviðum. Í smart #1 BRABUS sannast hvað nýja kynslóðin af smart er fær um. Hann er framúrskarandi dæmi um sportlegt yfirbragð smart.
Tölur um smart #1
smart #1 Pro+
- Uppgefin drægni í blönduðum akstri
- 420 km
- Hröðun 0–100 km/klst.
- 6,7 sek.
- Hleðslutími í hraðhleðslustöðvum
- <30 mín. 10–80% (150 kW)