Beint í efni

Hello smart App

Enn fleiri tengimöguleikar

Tími fyrir enn fleiri tengimöguleika með smart #1. Hámarkaðu upplifunina með Hello smart appinu og uppgötvaðu alla virknina sem tryggi félagi þinn smart #1 býður upp á. Með ítarlegum rauntímaupplýsingum á borð við drægni, hleðslustöðu, staðsetningu og þrýsting í hjólbörðum geturðu fylgst með öllu sem þörf er á hvar og hvenær sem er.

Athugið:
Við uppsetningu/pörun á appinu við bílinn er mikilvægt að velja UK sem land. Einnig þarf að nettengja bílinn í örskamma stund til að klára pörunina. Við mælum með að nota hotspot úr farsíma.

Skráningardag bíls (date of registration) er hægt að sjá í ökjutækjaskrá eða mínum síðum á samgöngustofu.

Það er að sjálfsögðu hægt að hafa samband eða koma í heimsókn til okkar í Öskju og fá aðstoð við uppsetningu/pörun á appinu. Okkar er ánægjan!

Fullkomlega undirbúinn öllum stundum

Með Hello smart appinu getur þú auðveldlega stillt hitastig og stýrishita svo að bíllinn sé orðinn þægilegur áður en sest er inn.

Alltaf vel upplýstur

Í appinu er auðvelt að athuga hversu mikil hleðsla er eftir á rafhlöðunni, opna og loka dyrum og gluggum og athuga hitastig og loftgæði.

Láttu fara vel um þig

Vissir þú að þú getur meira að segja stjórnað loftkælingunni í Hello smart appinu? Þegar þú hefur sett upp valdar hitastigsstillingar geturðu virkjað loftkælinguna, miðstöðina og hita í sætum áður en sest er um borð til að bíllinn sé þægilega hlýr við brottför og svalur að sumri.

Þú getur alltaf fylgst með stöðu á hleðslunni

Í Hello smart appinu er auðvelt að athuga hleðslustöðuna, staðsetja bílinn með GPS og finna nálægar hleðslustöðvar. Þökk sé fjarstýrðum hleðslueiginleika er meira að segja hægt að stjórna upphafi og lokum hleðslu gegnum forritið.*

*Aðeins fyrir hleðslu í hraðhleðslustöðvum. Aðeins er hægt að stöðva hæghleðslu beint í bílnum.

Lykillinn að stafrænni akstursupplifun

Í gegnum Hello smart appið getur þú virkjað þinn eigin stafræna lykil og deilt honum með allt að fimm öðrum aðilum.

Þegar þú hefur skráð þig inn með smart-ID getur þú bætt við eða fjarlægt aðila sem hafa stafrænan lykil í gegnum smart-ID.

Skráðu þig á póstlistann okkar til að missa ekki af fréttum um smart #1