Beint í efni

Kynntu þér hinn nýja og spennandi smart #3

Sportlegur, stílhreinn og einstaklega mjúkur í akstri. Rafbíll sem kveikir í ævintýraþránni.

Forpanta

Alrafmagnaður og sportlegur

Vörulínan okkar stækkar og við hana bætist sportlegur rafbíll. Með kraftmiklum og skörpum línum sínum vekur smart #3 athygli hvert sem hann fer. Ávalar línurnar draga enn frekar úr loftmótstöðu og togi ásamt því að auka drægni. Þar sem hleðslutími er innan við 30 mínútur þarftu ekki að bíða eftir því að komast af stað, hvort sem leiðin liggur heim eða í næsta ævintýri.

Uppgefin drægni
Allt að 455 km
Hleðslutími í hraðhleðslustöðvum
30 mín. 10-80% (150 kW)

Þar sem afköst og persónuleiki mætast

Dragðu fram sportlegu hliðina á þér með smart #3. Afkastamikill bíll sem hefur margt fram að færa: fjöldi gagnlegra eiginleika og stílhreinna smáatriða tryggja að smart #3 líti jafn vel út og þér líður þegar þú ekur honum.

Straumlínulöguð hönnun

Njóttu aukinnar drægni og rennilegrar hönnunar með nýju vindskeiði smart #3 sem dregur úr vindmótstöðu.

Rúmgóður, bjartur og öruggur

Glerþakið á smart #3 hleypir inn birtu sem skapar upplifun af auknu rými en hindrar jafnframt hita og 99% af útfjólublárri geislun.

smart #3 innanrými og farþegarými

Sportleg sæti

Sérsniðin sportsæti tryggja umlykjandi þægindi og einkennast af brautryðjandi hönnunareiginleikum.

smart #3 að utan, aðalljós

Lýsing fyrir allar aðstæður

Gerðu smart #3 bílinn að þínum með því að velja úr fjölda valkosta fyrir stemningslýsingu.

smart # að innan, miðstöð og skjár

Svöl loftkæling

Kraftmikil loftkæling smart #3 skapar andrúmsloft sem er bæði svalt og frískandi.

Finndu útfærslu sem endurspeglar þinn stíl

Væntanlegur í tveimur útfærslum.

smart #3 Anniversary Edition model overview

Anniversary Edition

Fagnaðu með stíl

Allt að 455 km drægni
Hröðun 0-100 km/klst: 5,6 sek

Bóka reynsluakstur
smart #3 model overview BRABUS

BRABUS

Áberandi og kraftmikill

Allt að 415 km drægni
Hröðun 0-100 km/klst: 3,7 sek

Bóka reynsluakstur

Kynntu þér smart í dag.

Viltu prófa að aka nýjum smart? Komdu í reynsluakstur til að upplifa smart í dag — eða kláraðu kaup á smart #1 og mættu á göturnar áður en þú veist af.