Beint í efni

Tengingar

Kynntu þér tengimöguleikana

Í smart #1 kemstu hnökralaust gegnum ýmsan búnað í bílnum og farsímaforritinu sem heldur þér í góðri tengingu – sama hvert leiðin liggur.

Hnökralaus tenging í bílnum

Um leið og þú sest upp í smart #1 umlykja þægindin þig. Með einni snertingu er hægt að sérsníða 12,8 tommu snertiskjáinn með mikilvægum upplýsingum um veðrið og bílinn eða stjórna tónlistinni með þægilegum græjum á heimaskjánum. Að auki er allt í góðri upplausn og litum og þú getur valið á milli dag- og næturstillingar.

Snjöll leiðsögn dregur úr drægniskvíðanum

Þú upplifir enn betri tengingu en nokkru sinni fyrr í smart #1 og þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af dræginu: með hugvitssamlegri leiðsögn, rauntímaupplýsingum um umferð, upplýsingum um drægi á kortinu og upplýsingum um fjölsótta áfangastaði, þar á meðal afþreyingu þegar ekið er að nálægum hleðslustöðvum.

Kynntu þér einfaldar stafrænar stillingar

Bíllinn þinn undirbýr innanrýmið fyrir mismunandi aðstæður: hvort sem þú þarft að leggja í stæði, leggja þig eða hressa þig við, og það er meira að segja sérstök stilling fyrir gæludýrin.

Hið eina sanna stafræna vistkerfi

Þú getur hlakkað til enn meiri fjölbreytni með forritum frá þriðju aðilum á borð við Spotify® og TuneIn®, auk annarra veður- og dagatalsforrita sem fullkomna tengingu þína við bílinn. Fjölbreytt úrval afþreyingar í bílnum gerir að verkum að þetta stafræna vistkerfi getur breytt bílnum í þitt annað heimili.

Raddtenging

Hægt er að stjórna fjölda mismunandi leiðsagnareiginleika, miðlaspilara og virkni í bílnum með raddaðstoð til að sinna þörfum þínum enn betur. Það þarf bara að segja: „Hello smart“ og halda af stað. Röddinni fylgir einnig vinalegt andlit.

Alhliða öryggi með framúrskarandi og snjöllum akstri

Akstursupplifunin í smart #1 snýst um að treysta á innsæið og snjalla búnaðinn og eiginleika sem þú getur reitt þig á þegar það skiptir máli. Hér má meðal annars nefna sjálfvirka neyðarhemlun og ákeyrsluvörn til að tryggja öryggi þitt og farþeganna.

0:000:00

Þitt öryggi skiptir okkur máli

Þreytugreiningin í smart #1 notar tækni til að fylgjast með augnhreyfingum og greina merki um þreytu. Um leið og myndavélin greinir þreytu hjá ökumanni birtist viðvörun á mælaborðinu og viðvörunarhljóð heyrist. Í huga okkar er það martröð sem tilheyrir fortíðinni að dotta undir stýri.

Hello smart appið

Með forritinu Hello smart geturðu auðveldlega haldið tengingu við bílinn hvar sem er. Þú ert því ávallt með allt á tæru, hvort sem þú ert heima eða úti að keyra. Allt sem þú þarft er aðgangur að netinu í báðum tækjum og málið er leyst.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu nýjustu fréttir um smart

smart-tengingar