Beint í efni

Kynntu þér Pro+

Pro+

smart #1 Pro+ er með margvíslegum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og tryggir góða tengingu við umheiminn. Það er minnsta mál að hlaða bílinn. Það tekur bara 30 mínútur að hlaða hann úr 10% í 80% hleðslu með jafnstraumshleðslu (DC).

Kraftmikið aldrifskerfi okkar gerir aksturinn skemmtilegri og stuðlar að auknu öryggi í öllum akstursaðstæðum.

Allt það pláss og öryggi sem þarf.

Þessi spræki borgarbíll kemur þér snyrtilega milli áfangastaða. Hvert sem ferðinni er heitið ertu tengdur framtíðinni á þinn hátt.

Vá, sjáðu þessar felgur

Jú, jú. Þessar 19 tommu álfelgur eru jafn flottar kyrrstæðar og á ferð.

Skrá mig á póstlista

Viltu komast framar í röðina? Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar.

Magnaður hliðarsvipur á einum bíl

Sérðu fyrir þér bíl sem getur pósað frá öllum hliðum? Hér er einn til í framtíðina.

Lýstu upp umhverfið með stæl.

CyberSparks LED framljósabúnaðurinn lýsir upp umhverfið í borginni, tengir framljósin tvö saman og skapar einstaka ljósasýningu.

Hvernig er farþegarými framtíðarinnar?

Viltu vita svarið? Eða sjá með eigin augum. Sætin eru formuð eftir mínimalískri hönnun og klædd handgerðu leðri sem endurspeglar alvöru fágun.

Stílhreinn glæsileiki hvert sem er litið

Líttu niður eftir mælaborðinu. Léttleikandi form miðjustokksins stelur athyglinni.

Slappaðu af í bílnum, og taktu þitt pláss.

Lokaðu augunum og þér líður satt best að segja eins og heima í stofu í öllu þessu rými.

Skjáir til nánast allra nota.

12,8'' snertiskjárinn fyrir miðju stjórnrýmisins er með nætur- og dagstillingu sem hægt er að skipta á milli að vild. 10“ stafræni ökumælaskjárinn sýnir upplýsingar um hraða, vegalengdir og drægi.

Hoppaðu inn. Fáðu þér sæti.

Gott pláss með breytilegum stillingum eins og þær gerast bestar. Afturbekkurinn er á sleða svo hægt er að auka pláss fyrir fætur eða fyrir farangurinn.

Flott útlit með hellings plássi

Rammalausar hurðir auka líka tilfinningu fyrir rými. Þær lokast þétt og falla laglega inn í yfirbygginguna.

Fullkomið samræmi glæsileika og loftflæðis

Hurðarhúnarnir eru innfelldir í hurðirnar en skjótast út og bjóða þig velkominn þegar þú nálgast bílinn.

Láttu himnana opnast í fangið á þér

Eins og myndskeiðið hér að neðan sýnir var Halo glerþakið hannað sem einkenni smart #1.

Þú stýrir tengingunni

Þetta er allt í fingrunum

Þú skráir þig einfaldlega inn með þínu smart ID til að tengjast fullkomlega og gera ferðina skemmtilegri með nýjustu öppunum. Stöðugar uppfærslur í loftinu bjóða endalaust upp á nýjar leiðir og nýjar aðgerðir.

Nei, hæ smart

Búðu til stafrænan lykil í appinu með einni einfaldri aðgerð og deildu honum á þægilegan hátt með öðrum. Þú getur líka verið í tengingu við bílinn hvar sem er - stýrt loftkælingunni og fylgst með notkun rafbílsins úr fjarlægð.

Öll sú aðstoð sem þú þarft og öryggi sem þú getur treyst

Þú getur treyst nýju smart #1 línunni til að koma þér heilum á húfi á áfangastað með skynrænu akstursstoðkerfi sem þú getur fullkomlega treyst á — allt frá lítilsháttar sjálfvirkri hemlun til snöggra stýrisviðbragða þegar þörf krefur.

Langar þig að taka þátt í þessari mögnuðu vegferð?

Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar. Sjáðu hvað við erum að gera og hvert við stefnum. Vertu tengdur við framtíðina meðan við mótum hana saman.