Beint í efni

Hönnunarstefna

Á bak við tjöldin með hönnunarteyminu

Innblástur án takmarka felur í sér endalausa möguleika á nýsköpun. Fáðu innsýn í hönnun framtíðarinnar og skoðaðu hvað hönnunarteymi Mercedes-Benz er að gera þar sem þau upplýsa um hönnunarferli nýja smart #1-bílsins, fyrsta SUV-rafbílsins okkar.

Rafbíll sem brýtur allar reglur: Ytra byrði smart #1-bílsins er afrakstur mergjaðrar sköpunargáfu og flugbeittrar áherslu á smáatriðin. Fágun og nýsköpun renna hér saman í eitt – og útkoman er form framtíðarinnar.

Nýi smart #1 hefur hlotið tvenn virt hönnunarverðlaun af alþjóðlegum dómnefndum. "Red Dot Award" verðlaun fyrir vöruhönnun ásamt "iF Design Award" sem stendur fyrir framúrskarandi hönnun og samfélagslega ábyrgð.

Stundum verður að horfa í baksýnisspegilinn til að átta sig á markmiðinu. Og það er einmitt það sem hönnunarteymið okkar gerði, að búa til innanrými fyrir framtíðina með því að sækja innblástur í þéttbýlismenningu samtímans.

Við trúum því af öllu hjarta að allar ákvarðanir um hönnun notendaupplifunar eigi að stjórnast af löngun til að mynda sterk tilfinningaleg tengsl. Hér erum við að tala um leikjavæðingu bílaiðnaðarins á efsta stigi. Það er mjög smart.

Innblástur er sóttur í þéttbýlismenninguna til að hanna innanrými í litum sem geisla af fágun og samhljómi. Sem fyrsta flokks rafbíll gerir nýi smart #1-bíllinn engar málamiðlanir þegar stíll er annars vegar. Framtíðin er hér

– og hún er flott.

Viltu skella þér á rúntinn?

Komdu til okkar og sestu undir stýri á smart #1

Skráðu þig á póstlistann og fáðu nýjustu fréttir um smart #1