Kynntu þér Premium
Premium
Hönnun og samskiptabúnaður er tekinn skrefinu lengra í smart #1 Premium til viðbótar við rafhlöðu með lengri endingu. Hleðsla bílsins er leikur einn enda tekur það ekki nema 30 mínútur að hlaða hann úr 10% hleðslu í 80% með jafnstraumshleðslu (DC).

Tengdu þig við rafmagnaða framtíð. Vertu öðruvísi.
Í nýjum smart #1 upplifir þú það að vera hluti af framtíðinni. Með einstakri hönnun getur þú verið stolt/ur af því að fara þínar eigin leiðir.
Skoðaðu yfirbygginguna






Lýstu upp leiðina með stíl og snjalltækni
CyberSparksLED+ framljósabúnaður með hágeislavara lýsir upp borgarumhverfið á magnaðan hátt.
Skoðaðu innanrýmið






Draumkennd ljósastemning
Stemningin hverju sinni ræður lýsingunni. Umhverfislýsingin er með 64 litum og 20 birtustigum. Þú getur stillt lýsinguna eins og þér hentar og meira að segja valið forstillta lýsingu eins og til dæmis stillingu sem býður farþegana velkomna um borð.
Öll sú aðstoð sem þú þarft og öryggi sem þú getur treyst
Þú getur treyst nýju smart #1 línunni til að koma þér heilum á húfi á áfangastað með skynrænu akstursstoðkerfi sem þú getur fullkomlega treyst á — allt frá lítilsháttar sjálfvirkri hemlun til snöggra stýrisviðbragða þegar þörf krefur.