Beint í efni

Kynntu þér Premium

Premium

Hönnun og samskiptabúnaður er tekinn skrefinu lengra í smart #1 Premium til viðbótar við rafhlöðu með lengri endingu. Hleðsla bílsins er leikur einn enda tekur það ekki nema 30 mínútur að hlaða hann úr 10% hleðslu í 80% með jafnstraumshleðslu (DC).

Tengdu þig við rafmagnaða framtíð. Vertu öðruvísi.

Í nýjum smart #1 upplifir þú það að vera hluti af framtíðinni. Með einstakri hönnun getur þú verið stolt/ur af því að fara þínar eigin leiðir.

Lýstu upp leiðina með stíl og snjalltækni

CyberSparksLED+ framljósabúnaður með hágeislavara lýsir upp borgarumhverfið á magnaðan hátt.

Skrá mig á póstlista

Viltu komast framar í röðina? Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar.

Láttu taka eftir þér á veginum

Þessar 19” Rotor álfelgur einkennast af lúxushönnun í takt við heildarhönnun bílsins.

Láttu himnana opnast í fangið á þér

Leyfðu Halo glerþakinu að heilla þig sem gefur stórkostlegt útsýni upp í himininn.

Upplýstur þegar þú nálgast

Þegar gengið er að bílnum þar sem honum hefur verið lagt kviknar ljós á hurðarhúnunum. Bíllin tekur fagnandi á móti þér.

Eins mikil lúxustilfinning og hugsast getur

Hvað með innanrýmið? Þar mætist hin fullkomna blanda mikils rýmis og glæsileika. Duo leðursæti fyrir alla og innréttingar sem koma á óvart.

Skjáir til nánast allra nota.

12.8“ snertiskjárinn er þar sem hjartað slær í bílnum. Honum fylgir nætur- eða dagstilling sem hægt er að skipta á milli hvenær sem er. Á 10“ snertiskjánum er varpað upp upplýsingum sem skipta máli, eins og um hraða, vegalengdir og drægi.

Þarf einhver snúrur lengur?

Þráðlaus hleðslubakki er innfelldur í miðjustokkinn. Þar er öruggt að leggja frá sér snjallsímann og hlaða hann.

Beats hljómtæki

Þessi hágæða hljómtæki eru með 13 hátölurum og drekkja þér í algleymi uppáhalds laganna þinna.

Horfðu fram á veginn

Upplýsingunum af skjánum er beinlínis varpað upp á framrúðuna á framrúðuskjánum beint fyrir framan þig. Þú þarft því aldrei að líta af veginum.

Sérsniðið útlit og nóg af plássi

Rammalausu hurðirnar falla þétt að yfirbyggingunni sem skapar enn meira rými

Draumkennd ljósastemning

Stemningin hverju sinni ræður lýsingunni. Umhverfislýsingin er með 64 litum og 20 birtustigum. Þú getur stillt lýsinguna eins og þér hentar og meira að segja valið forstillta lýsingu eins og til dæmis stillingu sem býður farþegana velkomna um borð.

Þú stýrir tengingunni

Þetta er allt í fingrunum

Þú skráir þig einfaldlega inn með þínu smart ID til að tengjast fullkomlega og gera ferðina skemmtilegri með nýjustu öppunum. Stöðugar uppfærslur í loftinu bjóða endalaust upp á nýjar leiðir og nýjar aðgerðir.

Nei, hæ smart

Búðu til stafrænan lykil í appinu með einni einfaldri aðgerð og deildu honum á þægilegan hátt með öðrum. Þú getur líka verið í tengingu við bílinn hvar sem er – stýrt loftkælingunni og fylgst með notkun rafbílsins úr fjarlægð.

Öll sú aðstoð sem þú þarft og öryggi sem þú getur treyst

Þú getur treyst nýju smart #1 línunni til að koma þér heilum á húfi á áfangastað með skynrænu akstursstoðkerfi sem þú getur fullkomlega treyst á — allt frá lítilsháttar sjálfvirkri hemlun til snöggra stýrisviðbragða þegar þörf krefur.

Langar þig að taka þátt í þessari mögnuðu vegferð?

Þú færð allt sem þú þarft að vita í fréttabréfinu okkar. Sjáðu hvað við erum að gera og hvert við stefnum. Vertu tengdur við framtíðina meðan við mótum hana saman.